Lokadagur slátrunar

Lokadagur slátrunar hjá SKVH 2025

Síðasti sláturdagur hjá Sláturhúsi kvh verður 29. október.

Ástæðan fyrir því að við höfum  ekki tök á að hafa fleiri daga til slátrunar er að starfsmenn okkar eru að

hverfa til síns heima aðfaranótt 30. október til annara starfa.

Okkar vilji er að geta lokið sláturtíð með sóma og ekki síst með góðri samvinnu við bændur.

Innleggjendur ATH

Okkur langar að vekja athygli á því aftur að geymsla á heimtökukjöti verður EKKI í boði líkt og síðustu tvö ár.
Þar sem sláturtíðin hjá okkur verður stærri en síðustu ár er því líka enn mikilvægara að allir sem taka heim kjöt fari eftir heimtökureglum
Ef þið finnið ekki reglurnar eða eruð búin að gleyma þeim þá eru þær þannig hljóðandi…

ALLA ferska heimtöku skal sækja daginn eftir slátrun og ekki degi síðar !  

Frosna og sagaða heimtöku skal sækja 2-4 dögum eftir slátrun !

Ef innleggjendur sækja ekki heimtökukjöt á tilsettum tíma neyðumst við til að senda það frá okkur.

Gleðilega sláturtíð

Afurðarverð haustsins 2025

Verðskrá frá 1. September 2025

Álagsgreiðslur vegna haust 2025:

Vika 36 37 38 39 40 41 til loka
Álag 24% 20% 14% 8% 2% 0%

Ekki verður greitt álag á fullorðið fé.

Hér að neðan er til glöggvunar verðskrá haustsins að viðbættu 8% álagi.

Öll verð eru á þurrvigt og án. vsk. Birt með fyrirvara um innsláttar og/eða ritvillur.

Greiðslufyrirkomulag

Innlegg 01.- 12. sept. er laust til greiðslu 19. sept.

Innlegg 15. sept. – 26. sept. er laust til greiðslu 03. okt.

Innlegg 29 sept. – 10. okt. er laust til greiðslu 17. okt.

Innlegg 13. – 26. okt. er laust til greiðslu 31. okt

Álag sem nemur 8% er leggst ofaná inlegg haustsins og greitt jafnt og afurðagreiðslurnar.

Sláturkostnaður

Á úrkast dilk 600 kr.stk.

Á úrkast fullorðið 1.200 kr.stk.

Verðfelling

x 6% verðfelling.

xx 12% verðfelling.

Flutningur á heimtöku

Flutningur á heimtöku er innleggjanda að kostnaðarlausu á næsta móttökustað vöruflutninga (Vörumiðlun, Samskipa, Eimskipa). Heimtaka er ekki send til þriðja aðila. Afgreiðsla beint úr afurðastöð þarf að vera á auglýstum afhendingartímum.

Heimtaka

Taka þarf fram á fylgibréfi sláturgrips, senda netpóst eða hringja inn eigi síðar en degi fyrir slátrun ef um heimtöku er að ræða. Ekki er hægt að breyta í heimtöku eftir slátrun.

Gæra, innmatur, haus og lappir fylgja ekki heimtöku.

Sláturkostnaður á heimtökudilka er kr. 5.250 á stk. Veittur er 500 kr. afsláttur á fyrstu 15 dilkana í heimtöku. Afsláttur gerður upp að lokinni sláturtíð.

Fullorðið og veturgamalt 5.750 kr.stk.

7 parta sögun (læri heil, hækill hafður á, hryggur heill, frampartar heilir og slög heil) er innifalin í sláturkostnaði.

Fínsögun 1.050 kr. stk

Reglur um heimtöku má finna undir upplýsingar hér