Upplýsingar vegna sögun á heimtöku

Þeim innleggjendum sem eiga hjá okkur heimtökukjöt í geymslu býðst að fá fínsögun á kjöt sitt.

Við óskum eftir því að þeir sem ætla að nýta sér þessa þjónustu skili inn sögunarleiðbeiningum eigi síðar en á mánudegi og kjötið verður svo tilbúið til afhendingar á fimmtudegi sömu viku

sögunarleiðbeiningar mega berast á netfangið gerdur@skvh.is eða pantanir@skvh.is eða í

síma 455-2330

Afhendingartími á söguðu kjöti er frá

09:30-11:30

13:00-15:00

Verðskrá fyrir haustið 2023 (uppfærð verðskrá)

Álag verður greitt eftir sláturtíð fyrir allt sauðfjárinnlegg haustsins ofan á verðskrá sem nemur að lágmarki 5%. Verðskráin getur breyst til hækkunar þegar nær dregur sláturtíð eða eftir því sem línur skýrast miðað við markaðsaðstæður.

Álag verður greitt ofan á grunnverð,

15% í viku 36

13% í viku 37

10% í viku 38

5% í viku 39

2% í viku 40.

Ekki verður greitt fyrir hrúta eða veturgamla hrúta en hægt er að láta slátra þeim án gjalds. Ef þeir eru teknir heim þá gildir hefðbundið heimtökugjald fyrir fullorðið.

Öll gjaldaskrá er óbreytt frá fyrra ári og fyrirkomulag um heimtöku.

Allar nánari upplýsingar um verð og greiðslufyrirkomulag má finna undir Afurðaverð Sauðfé

Jafnframt minnum við bændur á að kynna sér upplýsingar um heimtökureglur, nýja innleggjendur o.fl. hér inná heimasíðunni.

Hvetjum við alla að panta sem fyrst fyrir slátrun hjá Sveinbirni (Svenna) í síma 895-1147 eða á netfangið svenni@skhv.is

ATH !!Afurðarmiði ATH !!

það hafa eflaust margir tekið eftir því að inná afurðarmiðann vantar viðbótargreiðslurnar, það er verið að vinna í því að laga þetta og keyra inn afurðarmiðana aftur og þá með upphæð viðbótargreiðslanna.

í millitíðinni er hægt að hafa samband í síma 455-2330 eða senda tölvupóst á netfangið gerdur@skvh.is til þess að fá sendann réttan afurðarmiða.

Afurðarmiði vegna 2022

kæru viðskiptavinir SKVH

afurðarmiði vegna ársins 2022 er nú orðin aðgengilegur á viðskiptavef sláturhússins

Allir afreikningar, vigtarseðlar og reikningar ættu einni að vera aðgengilegir þar, ef þið lendið í einhverjum vandræðum meða að opna skjöl eða PDF viðhengin eru ekki til staðar endilega hafið samband við skrifstofu Sláturhússins í síma 455-2330 eða á netfangið gerdur@skvh.is