Nýr frystir og afmælisbörn mánaðarins

Góðan og fallegan daginn. Hér er það helst í fréttum að bygging á nýjum frysti við sláturhúsið er hafin og skotgengur enda fullmargir úr hólaættinni að vinna við hana. Það var allavegana þannig að mínu heimili þegar ég var ung að ef maður dreif sig ekki þá lifði maður ekki af ! (já eða fékk ekki að koma inn fyrr en maður var búin) svo þið getið rétt ímyndað ykkur hver vinnuhraðinn er.

Afmælisbörn mánaðarins

Eru tvö að þessu sinni og ekki af verri endanum.

Birgir alltsvo Theódórsson

Frozen Images (With images) | Disney frozen olaf, Disney olaf ...

Okkar mennski Ólafur úr Frozen enda allsráðandi á frystinum. Biggi er ekki svo ólíkur Ólafi, bara lítill krúttlegur gaur sem elskar heitt knús og að liggja í sólbaði. Birgir eða Biggi The eins og flestir þekkja hann kemur frá Sveðjustöðum í Miðfirði. Hann er vel kvæntur og á tvö börn en hann er ekki með facebook.

Það er alltaf gott að koma upp í kaffi á morgnana vitandi það að Biggi mun sitja í horninu sínu með kaffibollan sinn spenntur að hitta mann. Það besta er að ef maður gleymir símanum sínum þá flettir maður bara upp í Bigga, hann er okkar eigið wikipedia.

Biggi er líka maðurinn sem þeysist hér fram og til baka á planinu á tveimur jafnfljótum, í snjógallanum, svo hratt að maður óttast það helst að hann takist á flug á einhverjum tímapunkti.

Það er gott að hafa einn Bigga sem sér til þess að allt kjöt komist á leiðarenda. svo mikill er máttur hans 😉 En Biggi er líka frábær gaur og við erum heppin með hann.

Þormóður Ingi Heimisson

Þormóður eða Tommi eins og við köllum hann flest er hitt afmælisbarnið okkar.

En hver er þessi Þormóður hugsa eflaust margir sem ekki til hans þekkja. Hvað þarf maður að vita um hann Þormóð

Jahh ég segi nú bara hvað þarf maður ekki að vita !!! hver er Tommi á Sauðadalsá ?!?

Fyrir það fyrsta þá er hreinlega ótrúlegt að maðurinn skuli ekki vera Kári stefánsson eða eitthvað !

Maðurinn hefur lengi vel leitað eftir því að vera í sviðsljósinu og byrjaði ungur að trana sér fram, hér að neðan er að sjá frétt úr DV undir liðnum Veiðivon þar sem flugukastarinn ungi fer á kostum. Vonarstjarna Vatnsnesinga Þormóður Ingi gjöriði svo vel 😉

Tommi okkar er líka afburðar gáfað eintak og ég hreinlega farin að halda að hann hafi gert hvað sem er til að koma sér í sviðsljósið. Hér fyrir neðan má t.d sjá að hann hefur lagt það á sig að fá hæstu einkunn á náttúrufræðibraut bara til þess eins að fá nafnið sitt birt á fréttamiðli !! AFTUR !!

en þetta er ekki það eina vissir þú líka að Tommi hefur skorað 2 mörk með Kormáki, er réttarstjóri í Hamarsrétt og hefur gert rannsókn og búið til plaggat um Population structure and reproduction of the beach flea (Orchestia gammarellus) at thermal and non-thermal sites in Iceland (hvað sem það nú þýðir). það er alveg misjafnt hvað fólk leggur á sig fyrir athyglina en Tommi fór bara alla leið.

Já það er óhætt að segja að hann Tommi sé fengur og kannski ekkert skrítið að hann hafi farið í starf gæðastjóra. Þvílík gæði í einum manni. Takk Heimir og Þóra

Þangað til næst