Það sem huga þarf að áður en fé er sent á sláturhús

Það sem huga þarf að áður en fé er sent á sláturhús

  • Við biðjum bændur um að huga að aðstöðu fyrir flutningabíla heim á bæjunum og passa uppá að t.d. landbúnaðartæki séu ekki fyrir.
  • Mjög mikilvægt er að sauðféið sé hreint og merki séu vel læsileg, borið hefur á því að einhver hluti merkis sé ólæsilegur sem ýtir undir ranga lesningu á merkjum.
  • Ekki er tekið við rúnu sauðfé í slátrun né fé í tveimur ullarreyfum. Ef slíkt fé slæðist með verður skrokkurinn verðfelldur.
  • Nauðsynlegt er að bændur séu tilbúnir með fé sitt til afhendingar á umsömdum tíma. Taka þarf féið af beit og setja í hús sólahring áður en það fer í flutning.  Æskilegt er að féið hafi verið ekki skemur en sólahring í svelti áður en slátrun fer fram til að auðvelda vinnu í sláturhúsi og minnka líkur á óhreinindum.
  • Nauðsynlegt er að bændur skrái á fylgibréf ef örmerki eru í féinu. Afurðastöðin tekur örmerkin úr, sem síðar eru sótthreinsuð og send til bónda. Afurðastöðin tekur ekki ábyrgð á þeim merkjum sem skemmast eða glatast í vinnslu en afurðastöðin gerir sitt besta að sjá til þess að bóndi heimti flest sín merki til baka.
  • Huga þarf að heimtöku í síðasta lagi degi áður en slátrað er. EXCEL eða PDF  Hægt er að prenta út blaðið og senda útfyllt með bílstjóra eða vista það í tölvunni og senda svo í tölvupósti á svenni@skvh.is. Einnig er hægt að fá blöð hjá bílstjóra.