Það sem huga þarf að áður en lagt er inn

Réttar upplýsingar fyrir fyrsta innlegg skipta miklu máli svo að ekki þurfi að gera leiðréttingar eftir á. Miklu máli skiptir að innleggjandi fari yfir afreikninga, reikninga og vigtarseðla sem næst sláturdegi svo bregðast megi við sem fyrst ef upplýsingum er ábótavant.

 

  • Virðisaukaskattsnúmer - Innleggjandi verður að hafa í huga að hann ber ábyrgð á því að gefa upp réttar upplýsingar um vsk.númer til afurðastöðvarinnar. Nýr innleggjandi þarf að gefa upp hvort hann er með númer eða ekki, fyrir fyrsta innlegg. Ef breyting verður hjá innleggjanda, hann lætur loka númeri nú eða stofnar nýtt númer ber honum að koma þeim upplýsingum til afurðastöðvarinnar eins fljótt og kostur er, eða fyrir næstu slátrun.
  • Búsnúmer - Innleggjandi ber ábyrgð á því að gefa upp rétt búsnúmer og eða af einhverjar breytingar verða á númeri.